CAPUT ENSEMBLE / Sæunn Þorsteinsdóttir og Björg Brjánsdóttir
Laugardagur 25. janúar 2025
20:00-21:00
Norðurljós
MIÐSALA/TICKETS
Tónleikar Caput-hópsins á Myrkum músíkdögum er einn af árlegum fastapunktum hátíðarinnar og býður hópurinn að þessu sinni upp á frumflutning fjögurra nýrra verka. Flutt verða ný kammerverk eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur og Hauk Tómasson auk tveggja nýrra einleikskonserta. Annars vegar verður fluttur nýr sellókonsert Halldór Smárasonar með einleik Sæunnar Þorsteinsdóttur og hins vegar nýr flautukonsert Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur með einleik Bjargar Brjánsdóttur.
Caput Ensemble's annual concert at Dark Music Days is a festival highlight, and this year they present the world premieres of four new works. The program includes chamber pieces by Bergrún Snæbjörnsdóttir and Haukur Tómasson, as well as two new solo concertos. Halldór Smárason’s new cello concerto will be performed by Sæunn Þorsteinsdóttir, and Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir’s new flute concerto will feature Björg Brjánsdóttir.
EFNISSKRÁ / PROGRAMME
Haukur Tómasson
Hjáleið (2023/24) - frumflutningur / World Premiere
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
Rangifonia:Earthsong (2024) - frumflutningur / World Premiere
Halldór Smárason
Nú (2024) - frumflutningur / World Premiere
Bergrún Snæbjörnsdóttir
Axis Spirat (2024) - Íslandsfrumflutningur / Icelandic Premiere
FLYTJENDUR / PERFORMERS
CAPUT Ensemble
Einleikarar:
Björg Brjánsdóttir, flauta
Sæunn Thorsteinsdottir, selló
Stjórnandi: Guðni Franzson
UM VERKIN
Haukur Tómasson
Hjáleið (2023/24) fyrir 6 hljóðfæri
„Verkið Hjáleið var upphaflega samið fyrir blásarakvintettinn Ensemble 6263 og frumflutt í Færeyjum 2023, þá undir titlinum Bergmál skugganna. Á síðasta ári bætti ég sellórödd við verkið og breytti um titil. Þetta er nokkurn veginn sama verkið en hljómurinn í því er annar. Skuggar og bergmál eru fyrirbæri sem ég hugsa oft um varðandi tónlist. Líta má á skugga sem ek bergmál og bergmál er ek endurtekning sem er lykilatriði í (minni) tónlist. “
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
Rangifonia: Earthsong (2024)
samið fyrir Björgu Brjánsdóttur og Caput árið 2024
„Pabbi talaði nokkrum sinnum við mig um tónverkið sem ég myndi einhvern tímann semja um ár í lífi hreindýra; það átti að heita Rangifónía (latneskt fræðiheiti hreindýra er Rangifer tarandus) og svo átti ég að passa að hafa í því pákur. Frekari fyrirmæli fékk ég ekki en hann talaði alltaf einsog þetta væri ákveðið, með sínum lágstemmda húmor og blik í augum. Mér fannst þetta bara fyndið og mér þótti líka vænt um þetta því þó hann væri ekki mikið inni í tónlist hafði hann alltaf áhuga á því sem ég var að gera og hvatti mig áfram. Ég hugsaði með mér að einhvern tímann myndi ég semja þetta verk því hann bað mig sjaldan um nokkurn skapaðan hlut en var bóngóður sjálfur. Hann var náttúrufræðingur og vann lengst af við vöktun íslenska hreindýrastofnsins.
Pabbi lést fyrir einu og hálfu ári síðan í flugslysi við hreindýratalningu. Í kringum jarðarförina fór ég að velta fyrir mér þessari sögn, að jarðsyngja manneskju. Mér fannst tilhugsunin falleg og því varð hún mér líka einhvers konar huggun.
Leonard Cohen var uppáhaldið hans pabba. Ég ætlaði mér alltaf að vitna smávegis í hann en á endanum varð hlutur hans í verkinu mun stærri en ég hafði séð fyrir mér. Þarna eru að sjálfsögðu fuglar líka, tegundir sem syngja uppi á Vesturöræfum á sumrin. Í lokin fer Björg síðan með textabrot úr innganginum að bókinni Á hreindýraslóðum eftir Helga Valtýsson.
Rangifónían mín er ekki um hreindýr heldur pabba og það að hverfa aftur til jarðarinnar, eða öllu heldur að þangað hafi hann horfið frá okkur. Þetta er líklega ekki alveg það sem Björg Brjánsdóttir hafði í huga þegar hún bað mig um að semja fyrir sig flautukonsert en mig langar að þakka henni og Caput hjartanlega fyrir að vera til í að gera þetta með mér.“
Halldór Smárason
Nú (2024)
yrir einleiksselló, kammersveit og áhorfendur
Nú er samstarfsverkefni Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóleikara og Halldórs Smárasonar tónskálds. Í verkinu fléttast spuni saman við konsertformið sem býr til einstakt samspil einleikara, stjórnanda, kammerhóps og áhorfenda. Uppspretta verksins er hin líðandi stund og er markmiðið að hver flutningur endurspegli einmitt hana. Það sem einkennir verkið er að einleiksparturinn er að nánast öllu leyti spunninn og það sama á við um hluta annarra parta, sem gefur flytjendum rými til að lesa í aðstæður, og eftir atvikum, áhorfendur.
Bergrún Snæbjörnsdóttir
Axis Spirat (2023)
kontrabassi - selló - alt-flauta - bassaflauta
„Líkt og teinar sem halda hjóli í skorðum, þannig þræðir einnig lífsandinn“
– Úr sanskrít, Upaniṣad
TÓNSKÁLDIN
Haukur Tómasson er fæddur í Reykjavík 1960. Hann stundaði tónlistarnám í Reykjavík, Köln, Amsterdam og við Kaliforníuháskóla í San Diego. Meðal verka hans má nefna óperuna Fjórða söng Guðrúnar, 9 hljómsveitarverk, Fiðlukonsert sem samin var fyrir Sigrúnu Eðvaldsdóttur, tvo Flautukonserta og ýmsa kammer- og kórtónlist. Tónlist hans einkennist oft af miklum rytmískum krafti og fjölbreytni í hljóðfærasamsetningum. Haukur hefur hlotið ýmsar viðurkenningar svo sem tvívegis verðlaun í tónverkasamkeppni RÚV, Bjartsýnisverðlaun Bröste 1996 og þrívegis Íslensku tónlistarverðlaunin. Haukur fékk tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir óperuna Fjórði söngur Guðrúnar.
Ingibjörg Ýr lauk B.A. gráðu í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2016 þar sem kennarar hennar voru Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Anna Þorvaldsdóttir. Þá um haustið hélt Ingibjörg til Bretlands í hálfs árs starfsnám hjá Önnu Þorvaldsdóttur.
Ingibjörg Ýr hefur undanfarin ár sett svip sinn á íslenskt tónlistarlíf og unnið með ýmsum hljóðfæraleikurum, hljómsveitum og kórum. Einnig kemur hún reglulega fram með listhópnum Hlökk sem hún stofnaði ásamt listakonunum Lilju Maríu Ásmundsdóttur og Ragnheiði Erlu Björnsdóttur.
Halldór Smárason starfar sem tónskáld og píanóleikari. Hann lauk bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2012 og mastersnámi í tónsmíðum við Manhattan School of Music vorið 2014, þá sem Fulbright-styrkþegi.
Halldór hefur unnið með mörgum þekktum listamönnum og hópum á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ensemble intercontemporain, Útvarpshljómsveitum Parísar og Stuttgart, Strokkvartettinum Sigga, Caput og Sæunni Þorsteinsdóttur. Árið 2020 kom út hans fyrsta hljómplata, STARA, undir merkjum Sono Luminus. Halldór hefur í þrígang hlotið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Auk tónsmíða er Halldór virkur píanóleikari og útsetjari og hefur leikið inn á fjölmargar hljóðritanir.
Tónverk Bergrúnar Snæbjörnsdóttur hafa verið pöntuð af ýmsum fremstu tónlistarhópum og hátíðum/tónleikastöðum heims, þ.á.m. International Contemporary Ensemble (US), Sinfóníuhljómsveit Íslands, INA GRM (FR), SPOR Festival (DK), Frequenz Festival (DE), Klang Festival (DK), The National Sawdust (US), Nordic Music Days, Prototype (US) og Decibel Ensemble (AUS). Meðal annarra hljómsveita sem leikið hafa verk Bergrúnar má nefna Oslo Philharmonic (NO), Ensemble Musikfabrik (DE), Esbjerg Ensemble (NO), Norrbotten NEO (NO), Avanti (FI), Distractfold (UK), Cikada (NO), KNM Berlin (DE) og fleiri. Þá hafa verk hennar verið valin til flutnings á virtum hátíðum og tónleikastöðum á borð við Lincoln Center’s Mostly Mozart í New York, Southbank Centre, Scandinavia House New York, Birmingham Symphony Hall, Tectonics Festival, Only Connect, ISCM’s World New Music Days, Ultima Festival, Sound of Stockholm, Arctic Arts Festival auk fleiri viðburða. Bergrún er með meistaragráðu í tónsmíðum frá Mills College, Kaliforníu, en hefst nú við í Reykjavík og starfar sem lektor í tónsmíðum með áherslu á listrannsóknir við Listaháskóla Íslands frá árinu 2022.
EINLEIKARARNIR
Björg Brjánsdóttir flautuleikari vinnur með ýmsum hópum þvert á tónlistarstefnur ásamt því að semja eigin tónlist og hefur hún einbeitt sér síðastliðin ár að samstarfi við ýmis tónskáld og flutningi á nýjum einleiksverkum fyrir þverflautu. Björg var tilnefnd sem Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022 og meðal annars komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Elju kammersveit, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Íslenska flautukórnum og Íslenskum strengjum. Hún er flautuleikari tónlistarhópsins Caput og hefur sinnt fjölmörgum hljómsveitarverkefnum, að mestu í Þýskalandi, í Noregi og á Íslandi. Jafnframt er hún einn stofnenda Elju kammersveitar kammersveitarinnar Elju sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin misseri. Björg tilheyrir flautuseptettinum viibru sem hefur unnið með Björk Guðmundsdóttur frá árinu 2016 og ferðast með henni um heiminn til að flytja tónsýningu hennar, Cornucopiu. Fyrsta plata Bjargar, GROWL POWER, kom út í janúar 2024 með fjórum einleiksverkum fyrir flautur eftir Báru Gísladóttur. Útgáfutónleikarnir voru opnunartónleikar Myrkra músíkdaga og hlaut frábærar viðtökur. Önnur plata Bjargar, Knega, er væntanleg með sex nýjum einleiksverkum fyrir þverflautu eftir Pál Ragnar Pálsson, Berglindi Maríu Tómasdóttur, Hauk Þór Harðarson, Tuma Árnason, Nönnu Søgaard og Ingibjörgu Elsu Turchi. Auk þess kom verk hennar, Eyg, út í maí síðastliðnum á plötu viibru septets undir merkjum Marvöðu útgáfu í maí síðastliðnum.
/
Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari nýtur mikillar velgengni á fjölbreyttu sviði innan tónlistarheimsins, bæði sem einleikari, í kammertónlist og kennslu. Sæunn hefur leikið einleik með hljómsveitum á borð við Fílharmóníusveitina í Los Angeles, Sinfóníuhljómsveit breska útvarpsins (BBC), Sinfóníuhljómsveitina í Seattle og Fílharmóníusveit norður-þýska útvarpsins (NDR) auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands og komið fram í tónlistarhúsum á borð við Suntory Hall í Tokyo, Carnegie Hall í New York og Barbican-listamiðstöðina í Lundúnum auk Disney Hall í Los Angeles, en Los Angeles Times hefur einmitt hælt leik hennar fyrir andríki og tilfinningalega ákefð. Sæunn er meðlimur í kammerhópnum Decoda, sem á sér fast aðsetur í Carnegie Hall og hefur komið fram á hátíðum eins og Malboro í Bandaríkjunum, Prussia Cove í Englandi og Við Djúpið á Ísafirði. Sæunn var staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2022-23.
Sæunn er ötull talsmaður nýrrar tónlistar og hefur pantað og frumflutt fjölda nýrra verka. Hún hefur unnið náið með tónskáldum á borð við Daníel Bjarnason, Pál Ragnar Pálsson, Halldór Smárason, Þuríði Jónsdóttur og Meliu Watras. Árið 2019 gaf Sæunn út hljómplötuna Vernacular með nýjum, íslenskum einleiksverkum fyrir selló undir merkjum Sono Luminus hljómplötuútgáfunnar. Túlkun Sæunnar á einleikssvítum Bachs kemur út á hljómplötu hjá sama útgáfufyrirtæki í febrúar 2023. Hún er fædd í Reykjavík en hefur verið búsett í Bandaríkjunum um árabil. Sæunn kennir nú við Cincinnati College Conservatory í Ohio. Fleiri upplýsingar má finna á www.saeunn.com.
CAPUT ENSEMBLE
Caput Ensemble var stofnað árið 1987 af ungum íslenskum tónlistarmönnum. Það sem byrjaði sem lítill kammerhópur óx hratt í sinfóníettu með allt að 20 spilurum. Stærð Caput hefur alltaf verið sveigjanleg. Hver meðlimur getur staðið sig sem einleikari og leikur sveitin dúó, tríó, kvartett, oktett o.fl. Fyrst um sinn lék Caput alfarið á Íslandi en síðan 1992 hefur sveitin haldið fjölda tónleika erlendis. Fyrsta ferðin var skipulögð af ítölskum tónskáldum og Gaudeamus í Hollandi með tónleikum í Amsterdam, Bonn og Mílanó. CAPUT hefur komið fram í fjölmörgum Evrópulöndum, í Kanada, Bandaríkjunum, Japan og Kína. Ótal íslensk tónskáld hafa starfað með CAPUT, sum þeirra frá upphafi eins og Atli Heimir Sveinsson, Haukur Tómasson, Snorri Sigfús Birgisson, Atli Ingólfsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Sveinn Lúðvík Björnsson og Áskell Másson. Caput hefur unnið náið með yngri kynslóð íslenskra tónskálda, m.a. með Önnu Þorvaldsdóttur, bæði á tónleikum og upptökum.
CAPUT er sjálfstæð sveit sem styrkt er af menntamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Guðni Franzson er stjórnandi og listrænn stjórnandi CAPUT.
//
ENGLISH
Haukur Tómasson
Hjáleið (2023/24)
"Hjáleið (Detour) was originally written for the wind quintet Ensemble 6263 and premiered in the Faroe Islands in 2023 under the title Echoes of Shadows. Last year I added a cello part to the piece and changed the title. It is more or less the same piece, but the sonority is different. Shadows and echoes are phenomena that I often think about in my music. A shadow can be seen as an echo, and an echo is a repetition that is a key element in (my) music."
/
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
Rangifonia:Earthsong (2024)
written for Björg Brjánsdóttir and Caput
"My father sometimes spoke to me about a music piece I was to write concerning a year in the life of reindeer; it should be called Rangifonia (the scientific name for them is Rangifer tarandus) and I definitely should use timpani. These were the only instructions he gave me but he always spoke as if this was settled, with his understated humour and a twinkle in his eye. I just thought it was funny but it also warmed my heart because even though music wasn’t his area of expertise he always showed interest in what I was doing and encouraged me. I thought that someday I would write this piece because he rarely asked me to do anything but was always ready to assist others. He was a biologist and his main work was to monitor the reindeer herds in East Iceland.
My father died a year and a half ago in a plane crash while counting reindeer. Around the time of his funeral I started for the first time to think about this verb we have in Icelandic, að jarðsyngja: To earth-sing, or sing a person back to the earth. I found this image beautiful and it became a small consolation.
Leonard Cohen was my father’s favourite. I thought I’d give him a small nod in this piece but it became a much larger gesture than I first intended. There are also birds, some of the species that you’d likely hear singing up in the highlands around Snæfell where my father’s ashes are now seeping into the earth. Finally Björg reads a bit of text from the book Á hreindýraslóðum (On the Paths of Reindeer) by Helgi Valtýsson. It is an ode to the highlands, their stillness and their beauty, and it speaks of the soul coming there in death.
In the end my Rangifonia was not about reindeer but my father and his return to earth. It probably isn’t what Björg Brjánsdóttir had in mind when she asked me to write her a flute concerto, but I would nevertheless like to thank her and Caput with all my heart for doing this with me."
/
Halldór Smárason
Nú (2024)
written for Sæunn Thorsteinsdottir and Caput
Reuniting the art of improvisation and the concerto genre, Nú is a unique musical collaboration between soloist, conductor, chamber ensemble, and audience. Each performance is a celebration of that particular moment, as the solo part is improvised by cellist Sæunn Thorsteinsdottir, and selected parts of the ensemble as well, within a notated score composed by Halldór Smárason.
/
Bergrún Snæbjörnsdóttir
Axis Spirat (2023)
"Just as the spokes of a wheel are held fast in the hub, so too, everything is fastened in the life-breath" – From Sanskrit, Upaniṣad
THE COMPOSERS
Haukur Tómasson was awarded the 2004 Nordic Council Music Prize, the greatest honor awarded to a Nordic composer. This award, which Tómasson received for his chamber opera Guðrún´s 4th Song, firmly established his stature as one of Scandinavia´s most outstanding composers. The music of Haukur Tómasson is vibrant and scintillating, characterized by intense rhythmic activity, bright, colorful timbres, and a keen ear for novel and effective instrumental combinations. His music is released on BIS and various Icelandic labels. (Á. H. Ingólfsson)
/
Ingibjörg Ýr finished her B.A. in music composition from the Iceland Academy of the Arts in 2016. Her teachers were Hróðmar I. Sigurbjörnsson and Anna Thorvaldsdottir. Later that same year Ingibjörg started a 6-month internship with Anna Thorvaldsdottir in the UK.
Ingibjörg has in recent years worked with various performers, music groups and choirs in Iceland. She is one of the founding members of art collective Hlökk (with Lilja María Ásmundsdóttir and Ragnheiður Erla Björnsdóttir) and has appeared with them on various occasions.
/
Halldór Smárason completed a B.A. degree in composition from the Iceland University of the Arts in 2012 and an M.M. degree from the Manhattan School of Music in 2014 as a Fulbright-grantee. Through the years his teachers include composers Dr. Reiko Füting, Atli Ingólfsson and Tryggvi M. Baldvinsson.
Halldór has received numerous grants and awards, including a six-week residency at Civitella Ranieri in Italy. He has received the Icelandic artist’s salaries seven times and has received three nominations for the Icelandic Music Awards.
In 2020, he released his debut album STARA on the Sono Luminus label. Halldór has worked with many renowned artists in Iceland and abroad, including the Iceland Symphony Orchestra, Stuttgart Radio Symphony, Orchestre Philharmonique de Radio France and many chamber ensembles, including Ensemble intercontemporain and Caput.
As a pianist, Halldór has performed on numerous occasions as a soloist or as part of various groups.
/
Hailing from the peripheries of Iceland, Bergrún Snæbjörnsdóttir “elemental style” (Steve Smith, The New Yorker) follows inner logics when approaching composition, often integrating sound and other phenomena into an indivisible whole - creating mutable, breathing, living structures through experimental performance practices and notation. Her works have been commissioned by some of the world’s leading music groups, festivals and venues, including the International Contemporary Ensemble, the Iceland Symphony Orchestra, Paris’s INA GRM, The National Sawdust, Prototype Festival, Tectonics Festival and Nordic Music Days among others. Other ensembles that have presented Bergrún’s compositions include the Oslo Philharmonic, Ensemble Musikfabrik, Avanti Chamber Ensemble, Cikada and KNM Berlin and her works have also been featured at prestigious festivals and venues such as Lincoln Center’s Mostly Mozart, Scandinavia House New York, Only Connect, ISCM’s World New Music Days, Ultima Festival, Heroines of Sound, Arctic Arts Festival, Sound of Stockholm among others. Bergrún holds a master’s degree in composition from Mills College, California, and currently resides in Reykjavík, where she has been a lecturer in composition with a focus on artistic research at the Iceland University of the Arts since 2022.
THE SOLOISTS
Björg Brjánsdóttir graduated from the Norwegian Academy of Music in 2017 and pursued further flute studies at the Music University in Hanover, Munich and Copenhagen. She has in the past years focused on collaborations with composers and premiering new work for flute. Her first solo album, GROWL POWER, was released in January 2024 featuring works by Bára Gísladóttir.
Björg was nominated as the Performer of the Year at the 2022 Icelandic Music Awards and has performed as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra, Elja Chamber Orchestra, the Icelandic Youth Orchestra and more. She performs regularly with various orchestras and ensembles in Germany, Norway, and Iceland. Björg is a member of the flute septet viibra and has collaborated with Björk on her album Utopia and on concert tours all over the world since 2018.
/
Icelandic cellist Sæunn Thorsteinsdóttir has appeared as soloist with the Los Angeles Philharmonic, NDR Elbphilharmonie Orchester, BBC Symphony Orchestra, Toronto Symphony Orchestra and Iceland Symphony, among others, and her recital and chamber music performances have taken her to many of the world’s prestigious venues including Carnegie Hall, Suntory Hall in Tokyo, and the Barbican Center in London. Her most recent album “Marrow: The 6 Suites for Solo Cello by J.S.Bach” was released on the Sono Luminus label in 2023. Born in Reykjavík, Sæunn serves on the faculty of the Cincinnati College-Conservatory of Music. For more information, please visit www.saeunn.com
CAPUT ENSEMBLE
Caput Ensemble was founded in 1987 by young Icelandic musicians. It started as a small chamber group but grew rapidly to a sinfonietta with up to 20 players. The size of Caput has always been flexible. Each member can stand out as a soloist and the ensemble plays duos, trios, quartets, octets etc. The “childhood” of Caput was spent in Iceland but since 1992 the ensemble has given numerous concerts abroad. The first tour was organized by Italian composers and Gaudeamus in Holland with concerts in Amsterdam, Bonn and Milan. CAPUT has performed in numerous European countries, in Canada, USA, Japan and China.
Countless Icelandic composers have worked with CAPUT, some of them from the beginning like Atli Heimir Sveinsson, Haukur Tómasson, Snorri Sigfús Birgisson, Atli Ingólfsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Sveinn Lúðvík Björnsson and Áskell Másson. Caput has worked closely with the younger generation of Icelandic composers, e.g. with Anna Thorvaldsdóttir, both on concerts and recordings.
CAPUT is an independent ensemble supported by the Icelandic Ministry of Culture and City of Reykjavík. Guðni Franzson is CAPUT's conductor and artistic director.