KAMMERSVEITIN Á MYRKUM / Kammersveit Reykjavíkur - Reykjavík Chamber Orchestra
Kammersveit Reykjavíkur fagnar sínu fimmtugasta starfsári í ár. Sveitin hefur allt frá stofnun sinnt fjölbreyttu starfi og flutt í bland tónlist sem spannar 400 ár, allt frá tónlist barokktímans til samtímans þar sem sveitin hefur frumflutt fjölda lykilverka hér á landi og mörg þeirra á Myrkum músíkdögum. Á Myrkum músíkdögum í ár fagnar hópurinn áfanganum með óvæntu endurliti þar sem flutt verður eldri verk Þuríðar Jónsdóttur, Þorkels Sigurbjörnssonar og Hauks Tómassonar ásamt því að frumflytja nýtt verk Tuma Árnasonar.