CANTOQUE SYNGUR HJÁLMAR / Cantoque Ensemble & Hjálmar H. Ragnarsson
Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2025 eru helgaðir kórtónlist Hjálmars H. Ragnarssonar.
Tónleikar Cantoque Ensemble á Myrkum músíkdögum 2025 eru helgaðir kórtónlist Hjálmars H. Ragnarssonar.
Þær Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanóleikari, hafa í meira en áratug kafað ofan í sögu sönglagsins hér á landi og komið ítrekað að þessu margslungna tjáningarformi. Á Myrkum músíkdögum blása þær Hildigunnur og Guðrún Dalía til veislu til heiðurs sönglaginu og veita innsýn í heim þess hér á landi í samtímanum.
Sumarið 2021 hófu þau Berglind María og Eyjólfur að kanna í sameiningu hljóðheim náttúruflauta smíðaðar úr hvönn og rabbabara, efnivið sem finna má víða í íslenskri náttúru yfir sumartímann. Ventus er afrakstur þessarar könnunar og skírskotar til latneska heitisins yfir vind, sem ekki eingöngu er innblástur að tónheimi verksins, heldur hefur hann átt þátt í að móta efnivið þeirra hljóðfæra sem leikið verður á.
Árlegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum eru tilhlökkunarefni fyrir alla unnendur íslenskrar og alþjóðlegrar samtímatónlistar. Á tónleikunum, sem eru opnunartónleikar hátíðarinnar í ár, hljóma nýleg og athyglisverð verk frá Íslandi og Brasilíu.