Busy & Halfway Down / Elín Gunnlaugsdóttir
Föstudagur 24. janúar 2025
19:15-19:35 (strax eftir tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands)
Hörpuhorn
Ókeypis aðgangur
Flytjendur:
Busy
Gunnlaugur Björnsson, barítónn / baritone
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó / piano
Halfway Down
Kristín Sveinsdóttir, sópran / soprano
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó / piano
Leikstjórn / Director: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Leikmynd og búningar / Customs and set design: Eva Bjarnadóttir
Öróperur Elínar Gunnlaugsdóttur, Busy og Halfway Down, eru samdar við texta A.A. Milne, sem er hvað þekktastur fyrir sögur sínar um Bangsímon. Óperurnar taka hvor um sig ekki nema um 8 mínútur í flutningi en þrátt fyrir smæð sína umfaðma verkin stærri þætti tilverunnar og takast á við tilvistarkreppu mannsins á fjörlegan og gáskafullan hátt. Öróperurnar verða fluttar hvor á eftir annarri í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. hæð Hörpu.
Elín Gunnlaugsdóttir nam tónsmíðar á Íslandi og í Hollandi. Hún hefur unnið við tónsmíðar og kennslu frá því hún lauk námi og starfar sem stendur við Listaháskóla Íslands.
Verkaskrá Elínar samanstendur af kammerverkum, söngverkum og einnig hefur hún skrifað tónlistarævintýri fyrir börn. Elín hefur unnið með list sína þvert á form, sent verk til flytjenda á póstkortum, gefið út bókverk og tekið þátt í myndlistarsýningum. Verk Elínar hafa verið flutt bæði hér heima og erlendis.
Tónleikhúsið er hópur sem Elín Gunnlaugsdóttir hefur kallað saman og hefur það að markmiði að setja upp tónleikhús og söngverk. Hópurinn hefur sett upp tvö verk: Tónleikhúsið Skemmtilegt er myrkrið (í Hörpu 2022) og öróperuna Busy (á Óperudögum 2023). Þeir sem skipa hópinn ásamt Elínu eru Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, leikari og leikstjóri og Eva Bjarnadóttir, myndlistamaður sem sér um leikmynd og búningahönnun. Flytjendur tónlistarinnar og tæknimenn eru breytilegir eftir verkefnum.
…
Elín Gunnlaugsdóttir’s micro-operas, Busy and Halfway Down, are set to texts by A.A. Milne, best known for his stories about Winnie the Pooh. Each opera lasts only about 8 minutes, but despite their brevity, the works embrace larger aspects of existence, addressing the human existential crisis in a lively and playful manner. The micro-operas will be performed one after the other in Hörpuhorn, opposite the entrance to Eldborg Hall on the 2nd floor of Harpa.
Elín Gunnlaugsdóttir is an Icelandic composer and an adjunct lecturer at the Iceland University of the Arts. Over a career spanning three decades, she has composed for ensembles such as Caput and Reykjavík Chamber Orchestra.
Since graduation from the Royal Conservatory in the Hague, Elín has composed works across multiple forms, including book publications and art exhibitions. Her work has been performed both at home and abroad.
Founded by Elín Gunnlaugsdóttir, The Musical Theater is a group of artists whose goal is to stage musical theater and musical song works. The group has staged two works: The musical Skemmtilegt er myrkrid (The Darkness is Fun) in Harpa 2022 and the micro-opera Busy at Opera Days in 2023. Together with Elín, members of the group are theater director Bergdís Júlía Jóhannsdóttir and artist Eva Bjarnadóttir in charge of set and costume design. Music performers and technicians vary by project.