Filtering by: FJÖLSKYLDUDAGSKRÁ

HLJÓÐBAÐ / Fjölskyldudagskrá í Hörpu
Jan
25
11:00 AM11:00

HLJÓÐBAÐ / Fjölskyldudagskrá í Hörpu

Margar fjölskyldur hafa það fyrir sið að fara í sund á laugardögum en nú gefst þeim tækifæri til að breyta svolítið til og skella sér í hljóðbað í Hörpu!  

Laugardaginn 25. janúar verður opin tónlistarsmiðja fyrir börn og fjölskyldur í Hörpu þar sem þeim gefst tækifæri til að baða sig í tónlist, leika sér með hljóð og tóna og finna hvernig ólíkir tónar og tíðnir geta haft áhrif á líkamann. Smiðjan er opin öllum fjölskyldum og hægt er að koma og fara eins og hverjum og einum hentar.  

View Event →